Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í Hofsstaðaskóla er lögð áhersla á að veita góða yfirsýn yfir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Nemendur í öllum árgöngum fá reglulega yfir skólaárið upplýsingar/endurgjöf um hæfni sína á hverjum tíma. Skólaárið er allt undir en ekki annaskipt eins og verið hefur. Stuðst er við fimm tákn við matið. Lokamat í öllum námsgreinum verður prentað á vitnisburðarskjal og afhent nemendum í júní. Nánar má lesa um námsmatið í foreldrabréfi um Mentor eða í samantektinni um námsmat.

Ástundun
Góð ástundun er mikilvægur þáttur í að nemendum líði vel og að þeir nái árangri í námi og taki framförum. Í skólanum er haldið á skipulegan hátt utan um ástundun nemenda í Mentor. Stuðst er við punktakerfi sem fyrst og fremst er hugsað sem skráningarkerfi um mætingu, heimanám og fleira. Lögð er áhersla á að nemendur í 1. - 3. bekk séu ekki gerðir ábyrgir fyrir punktastöðunni. Það er mat skólans að foreldrar / forráðamenn beri ábyrgð á ástundun ungra nemenda. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að fylgjast reglulega með ástundun barna sinna á Fjölskylduvef Mentor. Í byrjun mánaðar sendir skólaritari ástundun í tölvupósti til allra foreldra.



English
Hafðu samband