Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimalestur í 5. -7. bekk

  • Miðað er við að nemendur lesi heima a.m.k. 5 x í viku.
  • Sá sem fylgir því eftir á heimilinu kvittar á skráningarblaðið.
  • Umsjónarkennari í 5. og 6. bekk fylgist með heimalestri hjá öllum nemendum einu sinni í viku og skráir í Mentor ef nemandi les sjaldnar en 5 x í viku. Skrá þarf fyrir hvert skipti sem ekki er lesið heima.
  • Umsjónarkennarar í 7. bekk fylgjast með heimalestri hjá öllum nemendum en fylgja eftir vikulega hjá þeim sem lesa undir 200 atkv. á mínútu og skrá í Mentor fyrir hvert skipti sem ekki er lesið heima.
  • Ef lestri er ábótavant til lengri tíma fer ákveðinn verkferill í gang (sjá hér fyrir neðan).
  • Umsjónarkennarar hvetja foreldra til að hlusta á barn sitt lesa upphátt 5 sinnum í viku (lestrarstefna HS). Þetta á sérstaklega við um nemendur í :

    • 5. b. sem lesa undir 160 atk. á mín.
    • 6. b. sem lesa undir 170 atkv. á mín.
    • 7. b. sem lesa undir 180 atkv. á mín.

 

English
Hafðu samband