Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 Spænski fáninn

 Íslenski fáninn

Finnski fáninn 

Vorið 2010 hófst samstarfsverkefni 4. R.S. og nemenda í spænska skólanum  Ceip La Cala á Benidorm og finnskra nemenda í Veromäki skólanum í Vantaa (Finnland). Verkefnið kallas Seasons. Markmiðið er að nemendur fái tækifæri til að efla tengslin sín á milli, fræðist um menningu, landslag og hvernig árstíðirnar hafa áhrif daglegt líf í löndunum þremur.

Verkefnið tengist enskunámi nemenda og það opnar þeim einnig sýn inn í tölvu- og netheiminn og hvernig mögulegt er að hafa samskipti og deila reynslu með vinum okkar í Evrópu. Hóparnir skiptast á bloggfærslum, tölvuskeytum, myndum, myndböndum, teikningum, kortum o.fl.

Nemendur í 4. R.S. byrjuðu á að kynna skólann sinn og bekkinn sinn. Vikulega vinna þeir veðurlýsingu þar sem lögð er áhersla á tengslin við umhverfið. Auk þess vinna krakkarnir kynningar á helstu atburðum og hátíðum sem tengjast árstíðunum og skólanum.

Umsjónarmenn verkefnisins eru Ragnheiður Stephensen umsjónarkennari 4. R.S. og Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi.
Þátttakendur í Ceip La Cala er Nieves Sainz Rozas Garcia og í Veromäki er það Aki Isoaho og Tuula Livanainen

Þess má geta að starfsfólk Hofsstaðaskóla heimsótti Ceip La Cala skólann á Benidorm auk fleiri skóla á svæðinu í júní 2010.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þeim verkefnum sem nemendur unnu í tengslum við Seasons verkefnið. Samskipti og miðlun gagna hefur að mestu farið fram á  Twinspace vef á eTwinning.

Sýnishorn verkefna:

 

English
Hafðu samband