Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 Áætlanir og verklag
 
Ýmsar áætlanir og verklag er til staðar í Hofsstaðaskóla til að bregðast við mismunandi aðstæðum, tilgangurinn er að bæta vinnuumhverfi og fækka slysum og veikindadögum. Gert hefur verið áhættumat Þar sem stuðst er við vinnuumhverfisvísa, aðalinntak vinnumatsins sem er gert út frá vinnuumhverfisvísunum er öryggi og vellíðan nemenda og starfsmanna.
 
Vinnuverndarstefna er einnig til staðar í Hofsstaðskóla. 

Í skólanum er öryggisráð. Í því sitja Margrét Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Birgir Ottósson húsvörður sem er öryggistrúnaðarmaður og tveir fulltrúar kennara, þeir Hlynur Viðar Ívarsson og Jóhann Inig Hjaltason.

Öryggisráð fylgir áhættumati eftir og er helsta hlutverk þess að:

  • kynna starfsmönnum áhættuþætti sem greindir eru á vinnustaðnum og fylgja því eftir að þeir fái bæði viðeigandi fræðslu og þjálfun.
  • fylgja því eftir að starfsmönnum líði vel á vinnustaðnum og upplýsa þá um eineltisáætlun skólans.
  • gæta þess að starfsmönnum stafi ekki hætta af vélum , tækjum eða hættulegum efnum.
  • fylgja því eftir að starfsmenn séu eins öryggir og hægt er gagnvart COVID-19. Sóttvörnum sé fylgt og nægt aðgengi sé fyrir starfsmenn að grímum og hreinlætisvörum.
  • fylgja eftir skráningu slysa og atvinnusjúkdóma.
  • bera ábyrgð á rýmingaráætlunum og skipuleggja rýmingaræfingar. 

 
English
Hafðu samband