Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samskipti heimila og skóla

Upplýsingamiðlun og myndbirtingar

Góð og örugg samskipti heimila og skóla eru lykilatriði varðandi nám og velferð barna í grunnskóla. Mikilvægt er fyrir báða aðila að skýr viðmið séu um hvernig þeim samskiptum er háttað og hvernig upplýsingum er miðlað milli aðila. Velferð nemenda er höfð að leiðarljósi um leið og þess er gætt að samskiptin hafi ekki truflandi áhrif á nám og kennslu. Með nýjum persónuverndarlögum eru auknar kröfur um skýra verkferla m.a. um skráningu í dagbók í mentor og tölupóstsamskipti. 
Verkferlar Hofsstaðaskóla í samskiptum heimila og skóla eru byggðir á lýsingum í starfsáætlun skólans og samsvarandi viðmiðum frá öðrum skólum. Verkferlar hafa verið samþykktir af kennurum skólans og fengið umfjöllun og jákvæða umsögn í skólaráði og stjórn foreldrafélags skólans. Hofsstaðaskóli notar fjölskylduvefinn www.mentor.is til þess að halda utan um upplýsingar um nemendur, ástundun og námslega stöðu.

English
Hafðu samband