Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Almenn bílaumferð inn á skólalóðina er bönnuð. Mikilvægt er að allir fari eftir umferðarreglum (virði merkingar) því slysin gera ekki boð á undan sér.

Skólalóðin eða leiksvæðið tekur við strax af hringtorginu þannig að ekki er heimilt að aka inn á skólalóðina þar sem hjólageymslan og tröppurnar eru. Ástæðan fyrir því að ekki er keðja sem lokar skólalóðina af er sú að þetta er eina leiðin til að koma aðföngum að skólanum.

Akið nánast út úr hringtorginu, stöðvið þar og hleypið börnunum út og munið að það er bara ein akrein á hringtorginu. Það skapar hættu að fara fram úr bílunum. Það styttir biðtímann fyrir aðra ef skólatöskur eru ekki í skottinu heldur inni í bílnum.

Foreldrar eru hvattir til að kynna sér umfjöllun um umferðaröryggi skólabarna á vef Umferðarstofu

English
Hafðu samband