Menntastefna Garðabæjar nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.
Farsæld og framsækni
Menntun fyrir alla-heilsa-vellíðan
Menntastefna Garðabæjar 2022-2030 tekur mið af þeim fjölmörgu lagabálkum og stefnum sem gilda um og taka til skólastarfs og tengdrar þjónustu, aðalnámskrám grunn- og leikskóla og verkefnum sem unnið er að og tengjast menntastefnu.Menntastefnu Garðabæjar er ætlað að leggja grunn að farsælu og framsæknu skólastarfi sem einkennist af jákvæðum skólabrag og veitir öllum börnum menntun og færni til mæta þeim áskorunum sem felast í hröðum og stöðugum samfélags- og tæknibreytingum.
Lesa má nánar um og nálgast Menntastefnuna á vef Garðabæjar og með því að smella á myndina.