Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarf grunnskóla og skóladeildar vegna nemenda úr 7. í 8. bekk

Í 15. gr. aðalnámskrár grunnskóla segir: "Helstu markmið samstarfs og tengsla milli skólastiga eru að skapa samfellu í námi barna, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu náms. Einnig er markmiðið að treysta gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara, námi nemenda og stuðla að vellíðan og öryggi barna þegar þau flytjast milli skólastiga."

Í samræmi við þetta fylgja grunnskólar í Garðabæ ákveðnu verkferli þegar hópar nemenda skipta um skóla,

Í Garðabæ geta foreldrar valið í hvaða grunnskóla þeir innrita barn sitt. Á sama hátt geta foreldrar ákveðið að skipta um grunnskóla. Foreldrar sjöundu bekkinga í Flataskóla og Hofsstaðaskóla verða að ákveða í hvaða skóla barnið fer í 8. bekk því að í þessum skólum eru nemendur aðeins upp í 7. bekk.

Eftirtaldir þrír skólar bjóða upp á nám í efstu bekkjum grunnskóla:

  • Garðaskóli (8.-10. bekkur)
  • Álftanesskóli (1.-10. bekkur) 
  • Sjálandsskóli (1.-10. bekkur)

Samstarf er á milli skólanna um kynningu á þeim valmöguleikum sem fyrir hendi eru og því er stýrt af skóladeild.

Flataskóli og Hofsstaðaskóli hafa samstarf við Garðaskóla og Sjálandsskóla varðandi kynningu fyrir nemendur á skólatíma og hver skóli fyrir sig sér um kynningu til foreldra nemenda í 7. bekk. Skóladeild samræmir tímasetningar og auglýsir.

Í hverjum skóla er skipaður tengiliður sem heldur utan um ferlið og samskipti við hina skólana.

Tengiliðir eru:

Álftanesskóli, deildarstjóri efra stigs
Flataskóli, deildarstjóri
Garðaskóli‚ deildarstjóri 8. bekkja og deildarstjóri námsvers
Hofsstaðaskóli, deildarstjóri miðstigs og deildarstjóri sérkennslu
Sjálandsskóli, aðstoðarskólastjóri

English
Hafðu samband