Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendaupplýsingar

Þegar innritun hefur farið fram og ljóst er í hvaða skóla hver fer, þá funda deildarstjórar og sérkennarar viðkomandi skóla og í sumum tilvikum umsjónarkennarar. Á þeim fundum er farið yfir nemendahópinn og nauðsynlegum upplýsingum um nemendur miðlað sbr. 5.gr.rg.897/2009. Gögn er varða einstaka nemendur (greiningar, einkunnir samræmdra prófa o.fl.) eru send í þann skóla sem nemandinn hefur verið skráður í fyrir 15. júní.

Námsefni og kennsluhættir

Skiptast þarf á upplýsingum um námsefni og kennsluhætti til að tryggja eðlilega samfellu hjá nemendum við skólaskiptin. Hver skóli vinnur síðan skv. eigin móttökuáætlun að því að auðvelda nemendum skólaskiptin. Kennsluáætlunum er safnað saman og miðlað á milli skólanna. Fulltrúar frá hverjum skóla funda á fagfundi að vori og miðla upplýsingum um nám og kennslu í 7. og 8. bekk.
English
Hafðu samband