Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Auglýsingar

Skóladeild, í samráði við skólastjórnendur, ákveður og auglýsir innritun í grunnskóla að vori. Dagsetningar skuli ákveðnar eigi síðar en í janúar. Innritun skal lokið fyrir 13. mars 2021.

Deildarstjóri skóladeildar tekur saman upplýsingar í samráði við grunnskólana varðandi auglýsingar og kynningar skólanna á eigin starfi og birtir í prentmiðlum og á vef Garðabæjar. Skóladeild sendir foreldrum barna í viðkomandi árgangi bréf um innritun í 8. bekk.

Garðaskóli og Sjálandsskóli auglýsa kynningarfundi með aðstoð hinna skólanna sem senda kynningarbréf til foreldra nemenda sinna í gegnum fjölskylduvefinn Mentor. Vegna COVID-19 eru ekki haldnir kynningarfundir í mars 2021. 

Heimsóknir 7. bekkinga

Garðaskóli og Sjálandsskóli bjóða nemendum í 7. bekk Flataskóla og Hofsstaðaskóla í heimsóknir á skólatíma. Markmið þessara heimsókna er að nemendur komi inn í skólana á skólatíma, fái stutta kynningu frá stjórnendum og nemendum, geti spurt spurninga og upplifi skólabraginn. Nemendur/Nemendaráðgjafar Garðaskóla og Sjálandsskóla bjóðast til þess að koma í heimsóknir til nemenda í 7. bekk í Flataskóla og Hofsstaðaskóla og spjalla við þá.

Kynningarfundir í skólum

Haldnir eru kynningarfundir fyrir nemendur og foreldra í Garðaskóla, Sjálandsskóla og Álftanesskóla í upphafi innritunartímabils í febrúar eða mars. Auk þess er tekið á móti einstaka nemendum og foreldrum þeirra í heimsóknir þar fyrir utan ef áhugi er fyrir hendi. Á fundunum er farið yfir helstu atriði í skólastarfinu og skólahúsnæðið skoðað.
English
Hafðu samband