Nemendur
Til þess að sporna gegn einelti hafa skólayfirvöld, starfsfólk, nemendafélag og skólaráð Hofsstaðaskóla lýst því yfir að einelti eða annað ofbeldi verði ekki liðið í skólanum. Lagt er kapp á að leita leiða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Hofsstaðaskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Hofsstaðaskóli vinnur í samstarfi við aðra skóla í Garðabæ undir kjörorðinu: Gegn einelti í Garðabæ. Eineltisráð er skólastjóra til fulltingis í þessum efnum. Í eineltisráði sitja deildarstjórar deilda og námsráðgjafi. Eineltisáætlun er birt á vefsíðu skólans.
http://www.hofsstadaskoli.is/studningur/einelti/
Starfsmenn
Við gerð áætlunarinnar fyrir starfsmenn var stuðst við eineltisáætlun Garðabæjar. Í kjölfar nýrrar reglugerðar er verið að endurskoða áætlunina og er hún því í vinnslu.