Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öryggismyndavélar í Hofsstaðaskóla

Stafrænar öryggismyndavélar hafa verið settar upp innanhúss, í anddyrum og miðrými Hofsstaðaskóla. Með þeim er hafin rafræn vöktun skólahússins í þeim tilgangi að varna því að eigur séu skemmdar eða farið um húsið í leyfisleysi. Myndavélar hafa verið utanhúss í nokkurn tíma.
Myndefni verður einungis skoðað ef upp koma atvik er varða eignavörslu eða öryggi einstaklinga s.s. þjófnaður, skemmdarverk eða slys. Skólastjóri og húsvörður hafa heimild til þess að skoða myndefnið sem er vistað í 90 daga og því eytt að þeim loknum.
Vöktunin er í samræmi við lög og reglur um rafræna vöktun nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Merkingar með viðvörunum um rafræna vöktun í samræmi við lög um persónuvernd hafa verið settar upp þar sem myndavélarnar eru staðsettar og vöktunin kynnt starfsfólki, nemendum og aðstandendum.

Til kynningar og nánari fræðslu varðandi eftirlitið sem hér um ræðir skal bent á reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla sem taka til þessarar vöktunar:

https://www.gardabaer.is/media/reglugerdir/Reglur-Gardabaejar-um-rafraena-voktun-oryggismyndavela-05.03.2019.pdf.

Upplýsingar um rafræna vöktun ásamt leiðbeiningum er að finna í bæklingi á vef persónuverndar

 

 



 
English
Hafðu samband