Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs eða hamfara
Skólinn er opinn og starfar alla daga samkvæmt skóladagatali nema Almannavarnir ríkisins aflýsi skólahaldi vegna aftakaveðurs eða annarra hamfara. Ef forráðamenn telja veður viðsjált er þeim heimilt að halda börnum sínum heima enda hvílir ábyrgðin fyrst og fremst á foreldrum og forráðamönnum. Slíkar fjarvistir skal tilkynna eins og önnur forföll. 
Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þurfa foreldrar að sækja börn sína eða tryggja þeim heimför i samráði við skólann. Skólinn sendir börn ekki heim í slíkum tilvikum án samráðs við foreldra. 
Þegar óveður geisar getur orðið röskun á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks við að komast til skóla, en skólinn verður alltaf opnaður og leitast við að halda uppi eðlilegu skólastarfi. 

Reglur sem gilda í óveðri
1. Skólahúsnæðið er opnað um leið og fyrsti starfsmaður mætir.
2. Allar upplýsingar eru settar á heimasíðu skólans eins fljótt og unnt er.
3. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna fjarvistir í Mentor.
4. Tölvupóstur er sendur til foreldra eins fljótt og auðið er
t.d. ef þeir þurfa að sækja nemendur að loknum skóladegi. 
5. Nemendur sem mæta í skólann eru þar á ábyrgð starfsmanna.
6. Ætlast er til að foreldrar fylgi börnum sínum inn í skólann og sæki þau inn í lok skóladags.
7. Nemendur fá ekki leyfi til að hringja í foreldra sína og biðja um að vera sóttir.
8. Foreldrum er heimilt að sækja börn sín áður en skólatíma lýkur. 
9. Nemendur eru inni í frímínútum á ábyrgð starfsmanna.
10. Regnboginn er opinn samkvæmt auglýstum opnunartíma. 

Upplýsingar um röskun á skólastarfi vegna óveðurs eru  birtar á  vefsíðu skólans og á Fésbókarsíðu skólans.
 
Ef stórslys verður eða náttúruhamfari er eftirfarandi verkferli fylgt:
1. Skólastjóri/áfallaráð aflar upplýsinga um það á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum.
2. Haft verður samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. kirkjuna, Neyðarlínuna eða RKÍ.
3. Aflað verður upplýsinga í stórslysaáætlun Garðabæjar.
 
 
 

 


English
Hafðu samband