Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskóli vinnur samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, þar sem allir eiga að fá jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar. Þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra, óháð fötlun. Deildarstjóri stoðþjónustu aflar upplýsinga um fötlun nemandans. Fundað er með foreldrum, umsjónarkennara, deildarstjóra stoðþjónustu, sérkennara og /eða þroskaþjálfa. Það er metið í samvinnu við foreldra og kennara hvort nemandi þurfi einstaklingsnámskrá.

Deildarstjóri stoðþjónustu kynnir fötlun nemanda fyrir sérgreinakennurum og í sumum tilvikum öllu starfsfólki skólans og Regnbogans. Það er gert til að þeir fái viðeigandi upplýsingar um nemandann og hægt sé að taka tillit til þarfa hans. Ef þess þarf er mælst til þess að þeir sem vinna mest með nemanda með fötlun fari á fræðslunámskeið. Í þeim tilvikum þar sem lítil þekking er fyrir hendi í skólanum á fötlun nemanda er óskað eftir ráðgjöf og fræðslu fyrir alla þá sem vinna með nemanda með fötlun. Að öðru leyti miðast móttökuáætlun Hofsstaðaskóla við móttöku nýrra nemenda.

Í Hofsstaðaskóla er töluverð þekking til staðar á því að vinna með nemendur með fötlun. Unnið er með skipulögð vinnubrögð og félagsfærni, m.a. með CAT-kassann, félagsfærnisögur og I am Special þar sem nemendur eru fræddir um fötlun sína.

English
Hafðu samband