Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Deildarstjóri stoðþjónustu ákveður í samvinnu við foreldra, umsjónarkennara og /eða sérkennara, og þroskaþjálfa hvort nemandi þurfi einstaklingsnámskrá. Miðað er við að nemendur víki verulega frá í allt að þremur námsgreinum og/eða nemendur sem eru með veruleg frávik í hegðun vinni samkvæmt einstaklingsnámskrá. Allar einstaklingsnámsskrár eru gerðar með samþykki og í samvinnu við foreldra. Þverfagleg samvinna er á milli umsjónarkennara, kennara, sérkennara og þroskaþjálfa og eru hlutverk hvers og eins skilgreind gagnvart námi nemandans. Staða nemandans er skilgreind, markmið, kennslugögn, leiðir og námsmat koma einnig skýrt fram. Einstaklingsnámskrár eru endurskoðaðar í janúar og aftur að vori en þá er gerð lokaskýrsla þar sem fram kemur endurmat á öllum þáttum hennar og er þá m.a. metið hvort nemandi þurfi áfram einstaklingsnámskrá.
English
Hafðu samband