Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að fylgjast reglulega með ástundun barna sinna á Fjölskylduvef Mentor

Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Á þeim hvílir sú skylda að börnin sæki skóla og að þau séu eins móttækileg fyrir þeirri menntun sem skólinn annast og framast er unnt. Skólinn aðstoðar foreldra í uppeldishlutverkinu og býður fram menntunartækifæri. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni heimila og skóla og samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti, samábyrgð og gagnkvæmri upplýsingamiðlun. Stundvísi og góð ástundun er mikilvægur þáttur í að nemendum líði vel og þeir nái árangri í námi og taki framförum.

Í Hofsstaðaskóla er haldið skipulega utan um ástundun nemenda í Mentor. Sérstakur verkferill er til staðar ef skólasókn er ábótavant. Í grunnskólum Garðabæjar eru samræmdar vinnureglur í gildi. Annars vegar lúta þær að óútskýrðum fjarvistum og hins vegar að veikindum/leyfum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um vinnureglurnar

Í Hofsstaðaskóla er notað punktakerfi sem fyrst og fremst er hugsað sem skráningarkerfi um mætingu, heimanám og fleira. Lögð er áhersla á að nemendur í 1. – 3. bekk séu ekki gerðir ábyrgir fyrir punktastöðunni. Það er mat skólans að foreldrar beri ábyrgð á ástundun ungra nemenda.

Sumir ástundunarflokkar eru tengdir stigum og lækkar ástundunareinkunnin samhliða auknum stigafjölda. Við 5 stig lækkar einkunnin í 9,5 og við 10 stig í 9,0 o.s.frv. Punktakerfið er fyrst og fremst hugsað til skráningar og til að vekja athygli á því þegar misbrestur verður á ástundun nemenda. Ástundunareinkunn

Punktakerfið er þannig uppbyggt :

Seint
    1
Fjarvist (óútskýrð)
  2
Skilar ekki heimanámi*
  1
Vantar gögn (áhöld og bækur)*
    1
Vantar íþróttaföt/sundföt*  1
Veikindi    0
Leyfi   0
Las ekki heima       0 
Stendur sig vel í kennslustund      0
Vann ekki í kennslustund      0
Fer ekki eftir fyrirmælum      0
Truflar kennslu      0
Er ekki með nesti      0
Horfði á íþróttir/sund      0

 

 

 

 

 

 

 

*Í fyrsta sinn sem skráð er í flokkinn lækkar einkunnin ekki þ.e. allir fá eitt tækifæri. 

Viðbrögð Hofsstaðaskóla við ástundun

Heimalestur-verkferill 1. - 4. bekkur

Heimalestur verkferill 5.-7. bekkur

 
English
Hafðu samband