Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Notkun snjalltækja á skólatíma í Hofsstaðaskóla

  • Nemendur mega koma með snjalltæki í skólann en þau eiga að vera hljóðlaus og ekki sýnileg nema með leyfi kennara/starfsmanna.
  • Nemendur mega nota snjalltæki á skólatíma með leyfi starfsfólks.
  • Nemendur mega nota snjalltæki (síma) í anddyri á leið úr skóla.
  • Nemendur mega ekki nota snjalltæki (síma) í skólanum áður en kennsla hefst.
  • Mynd- og hljóðupptaka er með öllu óheimil á skólatíma, nema með sérstöku leyfi kennara/starfsmanns og þá í námslegum tilgangi.
  • Mælst er til að nemendur komi ekki með snjallúr í skólann.
  • Spjaldtölvur sem nemendur hafa afnot af og eru eign skólans skal einungis nota í námslegum tilgangi á skólatíma.

Snjalltæki nemenda eru ekki á ábyrgð skólans.

Ráði nemandi ekki við að fara eftir ofanskráðum reglum verður brugðist við á eftirfarandi hátt:

  • Kennari/starfsmaður biður nemanda um að setja snjalltæki í tösku eða vasa.
  • Ef nemandi lætur ekki frá sér tæki, þrátt fyrir áminningu kennara/starfsmanns er nemandi beðinn um að afhenda tækið.
  • Ef nemandi neitar því koma eftirfarandi úrræði til greina:
    • Nemanda er vísað úr kennslustund og hann fær fjarvist
    • Nemandi er sendur til skólastjórnanda þar sem farið er yfir málið.

Ef nemandi virðir ítrekað ekki reglur skólans varðandi snjalltæki hefur umsjónarkennari samráð við foreldra um hvernig best er að bregðast við. Þar sem foreldrar fara með forsjá barna sinna geta þeir beitt sér fyrir því að barn þeirra fari ekki með snjalltæki í skólann í ákveðinn tíma.

English
Hafðu samband