Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisverkefni í 6. bekk

Í tengslum við umhverfisviku í Hofsstaðaskóla 23.-27. apríl 2012 unnu nemendur í 6. bekk fjölbreytt verkefni er tengjast umhverfismálum.

Vikan 23. - 27. apríl 2012 var tileinkuð umhverfismálum en jafnframt stóðu yfir listadagar barna og ungmenna í Garðabæ undir yfirskriftinni "Hljómlist". Hofsstaðaskóli fékk styrk til að ráða Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur og Þórdísi Heiði Kristjánsdóttur tónmenntakennara til að stjórna hljómsveitarverkefni með hópi nemenda í 6. bekk. Verkið hét ,,Með allt á hreinu“ með vísun í umhverfisviku Hofsstaðaskóla. Hópurinn hélt glæsilega tónleika sem enduðu á söng ,,ÓsonLaginu" sem saminn var af nemendum í hljómsveitarhópnum. 
Nemendum sem ekki tóku þátt í hljómsveitarverkefninu var skipt í þrjá hópa og unnu þeir verkefni í tengslum við umhverfismál undir stjórn umsjónarkennara. Einn hópur hannaði föt og bjó til úr endurunnu efni. Annar bjó til áróðursmyndbönd er tengjast umhverfinu: Umhverfisfréttir úr GarðabænumBílaþvottur og Að henda rusli. Þriðja hópnum var skipt í fjóra minni hópa sem allir fóru í vettvangsskoðun í nágrenni Hofsstaðaskóla og unnu myndasýningar í tengslum við viðfangsefnin sem voru: Arnarneslækuropin svæði í nágrenni skólans, fuglarog Arnarnesfjara. Verkefnin voru öll sýnd á sal skólans í umhverfisvikunni þar sem fatahópurinn var einnig með tískusýningu.

Öll verkefnin sem unnin voru í umhverfisvikunni eru liður í að rækta umhverfisstefnu skólans og hluti af Comeniusarverkefninu Rainbow Tree eða Regnbogatré sem skólinn tekur þátt í skólaárin 2011-2013.

Kíkið á myndir sem teknar voru á tónleikunum, tískusýningu og annarri vinnu nemenda á listadögum.

English
Hafðu samband