Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaárið 2014-2014 tekur enskuhópur Önnu Magneu í 6. bekk þátt í Evrópusamstarfsverkefni (eTwinning) sem nefnist „Europe – So many faces“. Þátttökulöndin í verkefninu eru um 40 talsins. Flestir í samstarfshópnum eru búnir að vinna saman í nokkur ár og unnu til verðlauna fyrir fyrsta verkefni hópsins sem var unnið veturinn 2010-2011 og hét „Intercultural dialogue through fairy tales drama and art“.

Öll verkefnin hafa snúist um að kynna ákveðna þætti í menningu landanna; sögur, söngva, dans, frægar persónur, merka staði o.fl. Þannig viljum við dýpka þekkingu nemenda á menningu Evrópulanda og efla skilning og umburðalyndi gagnvart margbreytileika þjóðanna.
Verkefnið í ár byggir á tveimur meginþáttum; merkum stöðum í hverju landi og matreiðslu og matarmenningu landanna. 

Á haustönn völdu nemendur 5 merka staði á Íslandi sem þeim fannst áhugaverðast að ferðamenn færu að skoða. Fyrir valinu urðu; Bláa lónið, Geysir, Jökulsárlón, Þingvellir og Gullfoss. Nemendur unnu síðan myndir af þessum stöðum sem settar voru inn í glærukynningu ásamt kynningartexta. (sjá hér)
Á vorönn var svo ráðist í matreiðsluþáttagerð með dyggri aðstoð Áslaugar heimilisfræðikennara. Valdar voru 5 uppskriftir af „þjóðlegum“ réttum til að matreiða. Valdar voru uppskriftir sem eru í námsefni nemenda í heimilisfræði og eru nemendum kunnugar; plokkfiskur, lummur, kjötsúpa, hjónabandssæla og skúffukaka.
Nemendum var skipt í 5 hópa. Hver hópur fékk eina uppskrift til að vinna. Hver hópur þýddi uppskriftina á ensku og gerði jafnframt handrit og skipulag fyrir matreiðsluþáttinn. Þegar þetta var tilbúið var ráðist í að taka þættina upp í heimilisfræðistofunni. Nemendur voru stjórnendur þáttanna og fór þátturinn allur fram á ensku. Nemendur sáu einnig um upptöku og klippingu þáttanna að mestu leyti. Inn í þættina voru svo settar „auglýsingar“ sem voru kynningar á merku stöðunum í löndunum sem nemendur höfðu unnið á haustönninni. (Þættina má sjá hér).
Hugmyndin er svo að nemendur fái tækifæri til að spreyta sig á að elda mat frá völdum löndum, ýmist heima eða í skólanum eftir því hvað aðstæður leyfa á hverjum stað.

Hér má nálgast matreiðsluþættina:

Plokkfiskur

Súkkulaðikaka

Hjónabandssæla

Kjötsúpa

LummurEnglish
Hafðu samband