Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefnið Norge og Island, litteratur og kultur hófst á haustönn 2013. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Hofsstaðaskóla, Flataskóla og Reinheim Skole í Noregi.  Aðalmarkmið verkefnisins er að gefa nemendur tækifæri til að vinna með spjaldtölvur, norrænar bókmenntir og sögur. Einnig að koma á auknum samskiptum milli nemenda og kennara norrænu landanna. Lögð er áhersla á að nemendur noti eigið tungumál í vinnunni en þeir nota dönsku til samskipta. Nemendur í 7. ÖM í Hofsstaðaskóla taka þátt í verkefnininu undir dyggri leiðsögn Esterar Jónsdóttur dönskukennara. 
Grunnur var lagður að ofangreindu samstarfi á vinnustofu i Danmörku í ágúst 2013 en landsskrifstofa eTwinning bauð þangað tveimur kennurum: Ester Jónsdóttur úr Hofsstaðaskóla og Elínu Ásu Þorsteinsdóttur úr Flataskóla. 

Fyrsta viðfangsefni nemenda var að kynna sig stuttlega og áhugamál sín. Skipt var í fjögurra manna hópa og vann hver hópur sína kynningu í Book Creator. Þeir settu inn myndir, texta og hljóð og komu kynningunni sinni fyrir í Dropbox þar sem hinir skólarnir geta nálgast hana. Kynningunum var einnig hlaðið inn á síðu verkefnisins á eTwinning vefnum.

Næsta verkefni er að velja bók sem bæði hefur verið gefin út á íslensku og norsku. Allir nemendur lesa sömu bókina og vinna verkefni í tengslum við hana sem þeir skiptast á.

 

Sigursteinn og Signý 7. ÖM eitt af verkefnunum
Arndís 7. ÖM vinnur á spjaldtölvuna

 

 

 

 

 

 

 

English
Hafðu samband