Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Krakkarnir í 4. US taka í vetur þátt í etwinning verkefninu „The dog and the Turtle“ . Verkefnið hófst á Spáni n.t.t. í Ceip La Cala skólanum á Benidorm.  Starfsmenn Hofsstaðaskóla heimsóttu nokkra skóla á svæðinu vorið 2010 og þar tók Unnur umsjónarkennari bekkjarins á móti tuskudýrunum tveimur „Hundinum og skjaldbökunni“  úr höndum Nieves í Ceip La Calla og kom með þau heim til Íslands. Tuskudýrin munu ferðast um Evrópu og taka þátt í leik og starfi nemenda á hverjum stað.  Nemendur munu síðan fylgjast með ferðum tuskudýranna um Evrópu og  læra um ný lönd. Sérstök áhersla verður lögð á að krakkarnir kynnist söngvum, hljóðfærum og leikjum í þeim löndum sem „Hundurinn og skjaldbakan heimsækja“ ásamt því að kynnast nemendum sjálfum og landinu þeirra. Þáttakendur í verkefninu eru á aldrinum 8-12 ára.

Hundurinn og skjaldbakan ætla að fylgja nemendum í 4. US eftir út septembermánuð. Unnur og krakkarnir ætla að vera duglegir að taka myndir, gera myndbönd og myndasýningar, skrifa fréttir og frásagnir. Á meðan tuskudýrin dvelja hér eru krakkarnir í hinum Evrópulöndunum duglegir að fylgjast með og fræðast um Ísland. Verkefnunum deilum við okkar á milli á "Twin Space" síðu í eTwinningumhverfinu. Þau lönd sem eru nú þegar skráð í verkefnið eru:

  • Spánn
  • Ísland
  • Grikkland
  • Ítalía
  • Rúmenía
  • Þýskaland
  • Danmörk
  • Finnland
  • Pólland
  • Holland
  • Tyrkland
  • Bretland
  • Frakkland

 

 

Í endaðan september halda tuskudýrin héðan og dvelja í Grikklandi í október. 
Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið http://new-twinspace.etwinning.net/web/p30444/home

English
Hafðu samband