Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaárið 2010-2011 tekur blár enskuhópur í 6. bekk þátt í tveimur samskiptaverkefnum við önnur lönd. Annað af verkefnunum er samskiptaverkefni á eTwinning þar sem flestnull Evrópuríkin taka þátt, samtals um 30 þjóðir. Verkefnið ber heitið "Intercultural dialogue through fairy tales, drama and art". Það miðar að því að túlka þjóðsögur og ævintýri frá Evrópulöndunum á myndrænan hátt og með leiklist og deila með hinum þjóðunum. Við myndskreytum og kynnum íslenskt ævintýri eða þjóðsögu á vefnum sem hinar þjóðirnar geta skoðað og kynnt sér. Við fáum sambærileg verkefni frá hinum þjóðunum til að lesa og skoða. Við veljum svo eitt ævintýri frá öðru Evrópulandi til að æfa og sýna á sal. Upptökur af þeirri sýningu verða eining birtar á vefnum þar sem öll löndin geta skoðað afraksturinn.

Smelltu á myndina til að nálgast rafbók með öllum myndböndunum sem gerð voru í tengslum við verkefnið.

Blái hópurinn í ensku ætlar auk þess að vera í samskiptum við skóla á Benidorm, Lope de Vega en starfsfólk Hofsstaðaskóla heimsótti einmitt þann skóla í vinnuferð í júní 2010. Krakkarnir ætla að senda bréf í hefðbundnum "sniglapósti" - nemendur hafa fæstir sent eða fengið slík bréf. Verkefnið verður góð þjálfun fyrir nemendur í að skrifa ensku og lesa bréf og texta frá öðrum nemendum á ensku.
Okkar nemendur munu skrifa einfalda fræðslutexta um Ísland, skólann okkar og segja frá sjálfum sér og áhugamálum sínum.

Kennari bláa hópsins í ensku er Anna Magnea Harðardóttir.

Hérna er hægt að lesa nánar um etwinning verkefnið

 

 Bréfaskriftir

 

English
Hafðu samband