Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndatökur og birtingar

 


Myndatökur, myndbandsupptökur og birting myndefnis af nemendum eru háðar skriflegu samþykki foreldra/forsjáraðila og þess jafnan gætt að myndir af nemendum séu vandaðar og þeim sýnd virðing. Börn njóta friðhelgi einkalífs í starfi skólans og unnið er samkvæmt lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Gæta skal varúðar og nærgætni við allar myndatökur og myndbirtingar af börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi og að farið sé í hvívetna að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og upplýsingalaga. Gera þarf greinarmun á því hvort um er að ræða mynd af opnum viðburði eða af tilteknum og jafnvel nafngreindum einstaklingi. Alla jafna mega myndir sem teknar eru á viðburðum vera á opnum svæðum á meðan myndir af einstökum og jafnvel nafngreindum börnum eiga betur heima á læstum svæðum. Börn má ekki mynda í leik eða starfi án leyfis stjórnanda eða kennara þeirra. Stjórnendur í skólastarfi bera ábyrgð á myndatökum og myndbirtingum á starfsstað sínum, upplýsingum um þær til foreldra og að ekki séu teknar né birtar myndir af börnum í andstöðu við vilja þeirra eða forsjármanna þeirra.

1 Upplýsingar á heimasíðu Persónuverndar „Hvaða reglur gilda um myndbirtingar á netinu?“
2 Sjá nánar 7. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.
3 Sjá almenn viðmið SAFT um heimasíður skóla, íþróttafélaga og annarra sem koma að æskulýðs- og tómstundastarfi.
Netorðin 5: http://www.saft.is/godar-netvenjur

Viðmið SAFT:

Birting upplýsinga og myndefnis af börnum og notkun samfélagsmiðla

English
Hafðu samband