Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóknir í skólann

Starfsfólk Hofsstaðaskóla hvetur foreldra til að kynna sér daglegt starf barna sinna í skólanum og skulu heimsóknir í skólastofur ávallt vera í samráði við kennara. Þeir sem eiga erindi í skólann eru beðnir um að gefa sig fyrst fram við skólaritara á skrifstofu skólans og gera grein fyrir sér. Allir gestir eru minntir á að sýna virðingu og gæta þagmælsku um það sem þeir kunna að heyra eða sjá á meðan á heimsókninni stendur. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins hvað hann segir og brýnt að draga ekki ályktanir af stuttri heimsókn eða upplifun. Dæmi eru um að gestir undirriti trúnaðaryfirlýsingu t.d. ef þeir dvelja í kennslustundum eða eru í skólanum vegna sérstakra aðstæðna.
English
Hafðu samband