Tilkynningar forfalla og leyfisveitingar
Forráðamenn eiga að tilkynna veikindi/forföll nemenda daglega. Slíkar tilkynningar eiga að berast fyrir klukkan 8:30. Forföll, leyfi og veikindi eru skrá í Mentor. Eins er hægt að senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is, . Standi veikindi yfir í nokkra daga ber að tilkynna þau í upphafi hvers dagsl. Ef misbrestur verður á veikindatilkynningum er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða.
Ef foreldrar óska eftir leyfi fyrir börn sín frá skóla þá sækja þeir um það á mentor.is. Skólastjóri þarf að samþykkja leyfi sem stendur yfir í meira en tvo daga. Foreldrar eru beðnir um að virða skólatíma barnanna og taka þau ekki úr skóla nema brýna nauðsyn beri til.
Foreldrar þurfa að vera í sambandi við kennara áður en leyfi hefst varðandi námið. Nám nemenda í leyfum er á ábyrgð foreldra.