Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Virðing og umhyggja

18.09.2008
Virðing og umhyggja

Skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Garðabæ þann 19. september nk. verður helgaður virðingu og umhyggju í skólastarfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Garðabær stendur fyrir sameiginlegum námskeiðsdegi fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla.

Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Háskóla Íslands mun fjalla um samskiptahæfni í skólastarfi í íþróttahúsinu Ásgarði frá kl.8:30 - 14:00. Leiðarljós umfjöllunar Sigrúnar eru gagnkvæm virðing og umhyggja við að byggja upp góðan bekkjar- og skólabrag og styrkja nemandann félagslega og námslega. Sjónum verður beint að því hve brýnt er að búa yfir góðri samskiptahæfni í nútíma samfélagi. Jafnframt verður fjallað um hvernig efla megi hæfni nemenda í samskiptum. Sérstök áhersla verður lögð á leiðir við að leysa árekstra og ágreiningsmál í bekkjar- og skólastarfi.

Til baka
English
Hafðu samband