Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Höfundakynning

24.09.2008
Höfundakynning

Þriðjudaginn 23 september var upplestur úr draugasögum á bókasafninu þar sem þau Iðunn Steinsdóttir, Nina Blazon og Louis Jensen lásu fyrir nemendur í 7 bekk.
Þessi upplestur var í tengslum við fjórðu alþjóðlegu barna- og unglingabókmenntahátíðina sem ber heitið Draugar út í mýri.

Markmið hátíðarinnar er að stuðla að aukinni þekkingu á barna- og unglingabókmenntum og henni er ætlað það hlutverk að auka veg þessarar mikilvægu greinar bókmenntanna hér á landi á komandi árum. Sú nýbreytni var á hátíðinni nú í  haust að Garðabær var sérstakur vinabær hátíðarinnar.
Louis Jensen gaf bókasafninu að gjöf bókina Hundrede Historier og kunnum við honum bestur þakkir.

Iðunn Steinsdóttir gaf út sína fyrstu bók árið1982 og síðan 1987 hefur hún að mestu leyti stundað ritstörf.  Iðunn hefur skrifað bækur fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Iðunn hefur um árabil skrifað námsbækur fyrir grunnskólann og Umferðarráð. Iðunn er heiðursfélagi í Rithöfundasambands Íslands frá 26. apríl 2007.

Nina Blazon  kemur frá þýskalandi og hún hefur skrifað nokkrar barna- og unglingabækur sem gerast flestar í heimi fantasíunnar. Hún starfar einnig sem blaðakona. Nina Blazon fékk hin virtu Wolfgang-Hohlbein-verðlaun árið 2003 fyrir fyrstu bókina sína.

Louis Jenssen  er frá Danmörku og er menntaður arkitekt Fyrsta barnabókin eftir hann, Krystalmanden, kom út 1986. Eftir Louis Jensen hafa komið út um 70 bækur. Hann er margverðlaunaður höfundur og hlaut meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1996.

 

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband