Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölbreyttir hæfileikar

13.11.2008
Fjölbreyttir hæfileikar

Norma Dögg er nemandi í 7. B.V. í Hofsstaðaskóla. Hún byrjaði að æfa fimleika 5 ára gömul og hefur þótt afar efnileg.

Norma Dögg æfir fimleika með meistarahópi fimleikafélagsins Gerplu. Hún æfir 6 sinnum í viku og allt að 4 tíma á dag. Stelpurnar í hópnum hennar eru 8. Aldursbilið í hópnum er breytt því skipt er eftir getu. Sú elsta er 17 ára en Norma Dögg er yngst.

Einn af þjálfurum Normu Daggar er Guðmundur Brynjólfsson en hann er einmitt fyrrverandi nemandi í Hofsstaðaskóla.

Norma byrjaði að keppa 9 ára gömul og byrjaði í 5. þrepi. Í vetur keppir hún hins vegar í 1. þrepi og samhliða keppir hún í meyjarflokki í frjálsum æfingum. Hún hefur unnið til gullverðlauna þrisvar sinnum í þeim flokki á þessu ári. Á síðasta móti vann hún gull á þremur áhöldum ásamt því að vinna fjölþrautina, sem er samanlögð einkunn allra áhalda. Norma Dögg hefur auk þess unnið til margra verðlauna á þrepamótum, bikarmótum og Íslandsmeistaramótum undanfarin ár.

Uppáhaldsáhald Normu Daggar er tvíslá er þar á eftir er gólfið. Keppt er á fjórum áhöldum: Stökki, tvíslá, slá og gólfi.

Við erum stolt af Normu Dögg og öllum nemendum okkar í Hofsstaðaskóla sem búa yfir svo fjölbreyttum og miklum hæfileikum.

Til baka
English
Hafðu samband