Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hægri umferð

03.12.2008
Hægri umferð

Mánudaginn 1. desember var tekin upp hægri umferð í Hofsstaðaskóla. Ákveðið var að taka hægri umferðina upp með eftirminnilegum hætti og fara í skrúðgöngu um skólann. Búið var að setja upp merkingar og broskarla um alla ganga sem minna okkur á að halda okkur hægra megin þegar við ferðumst um skólann.

Nokkrir nemendur skólans sáu um undirspil í skrúðgöngunni en þeir nutu dyggrar leiðsagnar Jóhanns Björns Ævarssonar tónlistarkennara. Soffía tónmenntakennari fór einnig fyrir skrúðgöngunni með trumbuslætti.

Framvegis er ætlast til að gengið sé hægra megin þegar farið er um skólann.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband