Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þorrablót

13.02.2009
Þorrablót

Árlegt þorrablót 6. bekkinga var haldið fimmtudaginn 12. febrúar. Þá buðu nemendur foreldrum sínum til glæsilegrar þorraveislu. Undirbúningur fyrir veisluna stóð yfir í rétt rúma viku. Mikið var lagt í vegleg og flott skemmtiatriði, fallega framreiddan mat og þægilegt umhverfi.

Gleðin skein úr hverju andliti þegar stundin var runnin upp. Starfsfólk, foreldrar og nemendur áttu ánægjulega stund saman og nutu góðra veitinga. Nemendur buðu upp á fjölbreytt skemmtiatriði sem samanstóðu af leikritum, dans og söng. Hljómsveit skipuð nemendum úr árganginum spilaði undir fjöldasöng ásamt Soffíu tónmenntakennara og Jóhanni kennara úr Tónlistarskóla Garðabæjar. Þorramatinn undirbjuggu nemendur ásamt Áslaugu heimilisfræðikennara. Stórglæsilegu kvöldi lauk síðan með dansi þar sem Hreinn og Ragga Dís stjórnuðu nemendum og foreldrum í dönsum sem búið er að kenna nemendum í íþróttatímum.

Kíkið á myndir frá þorrablótinu

Til baka
English
Hafðu samband