Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

26.03.2009
Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2008-2009 fór fram í Tónlistarskóla Garðabæjar þriðjudaginn 24. mars.  Tíu nemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness og grunnskólum í Garðabæ lásu brot úr skáldverkinu Leyndardómar ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og ljóð eftir Örn Arnarsson auk ljóða sem þátttakendur völdu sjálfir.

Sóley Ásgeirsdóttir 7. B.V. úr Hofsstaðaskóla var í öðru sæti, Sóley Ragna Ragnarsdóttir í fyrsta sæti og Bjarni Rögnvaldsson í þriðja sæti bæði í Grunnskóla Seltjarnarness. 
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar afhenti þátttakendum í lokahátíðinni Ljóðakver Arnar Arnarsonar. Björk Einisdóttir, formaður dómefndar afhenti verðlaunahöfunum þremur viðurkenningarskjöl frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn. Einar Birkir Einarsson, útibússtjóri Byr sparisjóðs  í Garðabæ afhenti verðlaunahöfunum þremur peningaverðlaun.
Auk Sóleyjar kepptu þær Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Þóranna Gunný Gunnarsdóttir báðar úr 7. B.V. fyrir hönd Hofsstaðaskóla og Jóhannes Birkir Gunnarsson í 7. E.P. var tilbúinn sem varamaður. Allir lesararnir stóðu sig frábærlega.

Hátíðin tókst í alla staði vel  en auk upplestrar buðu skólarnir upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla sýndu atriði úr Grease. Hópur stúlkna úr Flataskóla svo og Hofsstaðaskóla sýndu dans. Þá spilaði nemandi úr Sjálandsskóla á harmóniku. Einnig var boðið upp á veitingar í hléi í boði Mjólkursamsölunnar og Marels.

Til baka
English
Hafðu samband