Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árshátíð 7. bekkjar

01.05.2009
Árshátíð 7. bekkjar

Miðvikudaginn 29. apríl var glæsileg árshátíð 7. bekkja þar sem skemmtiatriði voru jafnframt hæfileikakeppni. Nemendur buðu foreldrum á hátíðina en þeir fóru heim að loknu borðhaldi og þá hófst diskótek til klukkan tíu.

Nemendur tóku þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina og  höfðu ákveðnu hlutverki að gegna. Þeir t.d. földuðu dúka og straujuðu, skreyttu salinn, komu fyrir borðum og stólum og lögðu á borð. Útbúa þurfti viðurkenningarskjöl, undirbúa atriði í tengslum við hæfileikakeppnina og sinna tæknistjórn. Leystu nemendur þetta með miklum sóma. Hópur nemenda útbjó mexíkanskan mat undir stjórn Áslaugar heimilifræðikennara.

Þemað sem varð fyrir valinu í ár var Hollywood. Rauða dreglinum var rúllað út á list og verkgreinaganginn og mættu allir í sínu fínsta pússi.

Aðal dagskrárliður árshátíðarinnar var hæfileikakeppnin. Þá steig fjöldi nemenda á stokk. Í ár var söngur og dans áberandi.

Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjá flokka. Þórann Gunný Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir glæsilegasta atriðið en hún söng lagið Ást. Hekla Norðdahl, Sara Margrét Jóhannesdóttir og Sóley Ásgeirsdóttir fengu viðurkenningu fyrir fjörugasta atriðið en þær sungu lagið Kósýkvöld í kvöld. Frumlegasta atriðið var fimleikadans við lagið Ramalama sem Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Marín Elvarsdóttir sýndu.

Kíkið endilega í myndasafn skólans og skoðið myndirnar frá þessu skemmtilega kvöldi.

Til baka
English
Hafðu samband