Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Helgi verðlaunaður

28.05.2009

Forseti Íslands afhenti í kvöld Íslensku menntaverðlaunin hér hjá okkur í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og hlaut Helgi Grímsson verðlaun í flokknum: Höfundur námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi fyrir námsefni sitt Auðvitað.

Aðrir verðlaunahafar voru: Sylvía Pétursdóttir í flokknum: Ungt fólk sem hefur í upphafi kennsluferils sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. Til gamans má geta þess að Silvía er fyrrum nemandi í Hofsstaðaskóla.

Þorvaldur Jónasson myndmennta- og skriftarkennari við Réttarholtsskóla hlaut verðlaun í flokknum: Kennari sem hefur skilað merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram úr.

Síðast en ekki síst hlaut Norðlingaskóli verðlaun í flokknum: Skólar sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.

Rökstuðning dómnefnda og upplýsingar um verðlaunin má sjá hér.

Nokkrir nemendur skólans sem leggja stund á tónlistarnám í Tónlistarskóla Garðabæjar léku tvö lög við athöfnina undir dyggri stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar.

Skoðið myndir frá athöfninni á myndasiðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband