Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn á Þjóðminjasafnið

28.09.2009
Heimsókn á Þjóðminjasafnið

Í vikunni 21. - 25. september fóru 5. bekkir í heimsókn á Þjóðminjasafnið í tengslum við námsefni um Landnám Íslands. Ferðast var með strætó en safnkennari tók á mót hópnum og fræddi um ýmislegt áður en safnið var skoðað. Var gaman að sjá hversu vel nemendur höfðu tekið eftir í tímum en þau gátu svarað öllum spurningum safnkennarans. Þau fengu svo öll búninga líka þeim sem talið er að landnámsmenn hafi gengið í og nýtt nafn “landnámsmanns” meðan á dvölinni stóð. Nemendur skoðuðu sig svo um á safninu og sáu m.a. 1000 ára gömul kuml, vopn, skartgripi, verkfæri og skrautmuni. Nemendur voru sér til mikils sóma og voru afar prúð og áhugasöm.

Til baka
English
Hafðu samband