Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslenskt notendaviðmót

16.11.2009
Íslenskt notendaviðmót

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember er ánægjulegt að flytja þær fréttir að í haust var ákveðið að grunnskólarnir í Garðabæ settu upp íslenskar þýðingar á Windows og Office hugbúnaðinum í tölvum skólanna. Íslenskuvæðingin hefur staðið yfir frá því skólinn hófst í haust og nú eru nemendur og kennarar komnir með íslenskt notendaviðmót á tölvurnar sínar.

Þess má geta að samkvæmt íslenskri málstefnu sem samþykkt var s.l. vor á Alþingi hafa fræðsluyfirvöld sett sér það markmið að innan þriggja ára verði allt notendaviðmót i tölvum í íslenskum leik-, grunn- og framhaldsskólum á íslensku.

Það er von okkar að með íslenskri þýðingu á stýrikerfum grunnskólanna aukist skilningur nemenda á tölvunotkun, sjálfsöryggi þeirra aukist og notkun íslenskra orða í tengslum við tölvunotkunina.

Til baka
English
Hafðu samband