Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikhópurinn Regndroparnir kom sá og sigraði

03.12.2009
Leikhópurinn Regndroparnir kom sá og sigraði Miðvikudaginn 2. desember flutti leikhópurinn Regndroparnir úr tómstundaheimilinu Regnboginn, tvö leikrit á sviði Hofsstaðaskóla undir leikstjórn Kristnýar Gústafsdóttur, starfsmanns Regnbogans. Þetta voru leikritin „Litla stúlkan með eldspýturnar“ og „ Þegar Trölli stal jólunum“.  Börnin, sem öll eru  í 1.-4. bekk, hafa verið að undirbúa þessa leiksýningu undanfarnar 3 vikur og stóðu sig með prýði þegar á hólminn var komið.  Um 150 manns voru viðstaddir sýninguna, foreldrar, systkini og aðrir gestir sem börnin höfðu boðið með sér. Inga Birna Friðjónsdóttir sá um að farða krakkana fyrir sýninguna og Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir sá um hárgreiðslu. Báðar eru þær starfsmenn Regnbogans.  Sérstaklega var gaman að sjá hve skemmtilega Trölli og hundurinn hans Max voru málaðir en þetta má allt sjá á myndasíðu skólans og Regnbogans. Leiksýning tókst einstaklega vel og skemmtu sér allir konunglega, bæði leikendur og áhorfendur og óskum við þeim til hamingju með vel unnin störf og góða frammistöðu sem og tæknimönnunum sem komu að sýningunni.
Til baka
English
Hafðu samband