Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tíu hugmyndir áfram í NKG

02.09.2010
Tíu hugmyndir áfram í NKG

Nemendur í Hofsstaðaskóla hafa verið duglegir undanfarin ár að senda inn hugmyndir í NKG Nýsköpunarkeppni Grunnskólabarna. Á síðastliðnu skólaári sendu nemendur skólans inn 480 hugmyndir en alls bárust um 1600 hugmyndir í keppnina í ár. Dómnefnd hefur farið yfir allar innsendar hugmyndir og valið 44 hugmyndir sem komast áfram í keppninni.

Nemendum sem eiga þær hugmyndir sem komast áfram er svo boðið að taka þátt í vinnusmiðju 16. og 17. september í Háskóla Íslands. Lokahóf verður haldið eftir að vinnsusmiðju lýkur þann 19. september og verður þá tilkynnt hverjir vinna til verðlauna.

Eftirtaldir 11 nemendur og tíu hugmyndir úr Hofsstaðaskóla 2009-2010 eru í þessum 44 manna hópi sem fer í vinnusmiðjuna:

  • Annalísa Hermannsdóttir
  • Arnar snær Þórsson
  • Bryndís Rósa og Ástríður
  • Helga Þ. Guðjónsdóttir
  • Helgi Snær Agnarsson
  • Jón Kristinn Örnólfsson
  • Rannveig Eva Snorradóttir
  • Róslind Antonsdóttir
  • Valgerður Lilja Björnsdóttir
  • Petrína Guðmundsdóttir

Við óskum ykkur krakkar innilega til hamingju með árangurinn.

Til baka
English
Hafðu samband