Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gengið í skólann, frábær árangur

14.10.2010
Dagana 8. september – 6. október tóku nemendur Hofsstaðaskóla þátt í verkefninu Gengið í skólann. Þátttaka var mjög góð en að meðaltali komu 93% nemenda gangandi eða hjólandi í skólann þessa daga.
Mjótt var á mununum milli bekkja hver fengi Gullskóinn. Á yngra stigi fékk 4. RJ Gullskóinn en þar var þátttaka meðal nemenda 100%. 3. BSt og 4. HS fengu viðurkenningu fyrir 99% þátttöku og 2. ÁK og 4. US fyrir 98% þátttöku.
Á eldra stiginu fengu tveir bekkir Gullskóinn, 5. RS og 7. ÖM fyrir 100% þátttöku nemenda. Einnig fengu 5. HK og 7. LK viðurkenningu fyrir 99% þáttöku og 6. AMH og 7. ÓP fyrir 98% þátttöku
Hofsstaðaskóli er umhverfisvænn skóli og eru allir nemendur hvattir til að halda áfram að ganga og hjóla í skólann þó að verkefninu sé lokið.
Til baka
English
Hafðu samband