Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

25.03.2011
Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2010 -2011 fór fram við hátíðlega athöfn í Tónlistarskóla Garðabæjar fimmtudaginn 24. mars. Ellefu nemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness og grunnskólum í Garðabæ lásu brot úr skáldsögunni Bærinn á ströndinni eftir Gunnar M. Magnúss og ljóð eftir Huldu, Unni Benediktsdóttur auk ljóða sem þátttakendur völdu sjálfir.

Davíð Bjarni Björnsson í Hofsstaðaskóla lenti í öðru sæti, Ólafur Hákon Sigurðarson í fyrsta sæti og Stefanía Gunnarsdóttir í þriðja sæti, bæði í Flataskóla Garðabæ.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar afhenti þátttakendum Ljóðakver eftir Huldu. Hanna Óladóttir formaður dómefndar afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn auk peningaverðlauna frá Byr sparisjóðnum.
Fyrir hönd Hofsstaðskóla kepptu auk Davíðs Bjarna í 7. ÖM þau Vésteinn Örn Pétursson í 7. ÖM og Rannveig Eva Snorradóttir í 7. LK og Daníela Rán Pálsdóttir í 7. LK var tilbúinn sem varamaður. Allir lesararnir stóðu sig frábærlega.

Hátíðin tókst í alla staði vel en auk upplestrar buðu skólarnir upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Fyrir hönd Hofsstaðaskóla sýndu ,,Ljósverurnar“ Elísabet, Guðrún og Kristín Sif í 6. AMH dans sem þær sömdu sjálfar.
Í hléi var boðið upp á veitingar í boði Mjólkursamsölunnar og Garðabæjar.

Skoða myndir frá keppninni á myndasíðu skólans 2010-2011

Til baka
English
Hafðu samband