Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur barnabókarinnar

01.04.2011
Dagur barnabókarinnar

Fimmtudaginn 31. mars kl. 9:45 var ný íslensk smásaga Hörpuslag eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur frumflutt á Rás 1. Sagan er fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára og var hún saman í tilefni af Degi barnabókarinnar sem er 2. apríl. Nemendur í 1. – 4. bekk Hofsstaðaskóla komu saman á sal til að hlusta á upplesturinn en nemendur í 5. – 7. bekk hlustuðu á söguna í bekkjarstofum. Gert er ráð fyrir að um 42.000 íslensk skólabörn hafi hlustað á söguna sem fjallar um systkini sem eru á leið í skólann þar sem á að lesa upp nýja íslenska smásögu fyrir alla grunnskólanema á Íslandi. Á þeirri örstuttu leið þurfa þau að keppa við tímann, glíma við dauðann, takast á við kaldrifjaðar hulduverur í klettahöll og færa miklar fórnir. Sagan spyr áleitinna spurninga um sjálfstæði, frjálsan vilja og virði þess sem manni er kærast.

 

 

Dagur bókarinnar

Til baka
English
Hafðu samband