Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikar til eignar

11.09.2011
Bikar til eignarVerðlaun voru veitt í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í dag.  Hofsstaðaskóli hlaut, þriðja árið í röð, farandbikarinn fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni og fær því bikarinn til eignar.

Þrír skólar hrepptu viðurkenningar fyrir hlutfallslegan fjölda hugmynda og fyrir störf sín á sviði nýsköpunarmenntar. Hofsstaðaskóli hlaut gullviðurkenningu, Brúárskóli á Egilsstöðum silfurviðurkenningu og bronsviðurkenningu Brúarskóli í Reykjavík.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson er verndari keppninnar og afhenti verðlaunin og flutti hátíðarávarp. Mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda og grunnskóla. Þá kynntu þátttakendur sjálfir hugmyndir sínar fyrir gestum.

Tilgangur keppninnar er að efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og hvernig þroska megi hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir, að því er segir í tilkynningu. Keppnin er haldin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, NKG verkefnalausnir sjá um framkvæmd og rekstur NKG. Aðalbakhjarlar keppninnar eru Marel hf., Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands.

Til baka
English
Hafðu samband