Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

09.11.2011
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Eineltisteymi og stjórnendur Hofsstaðaskóla lögðu til við kennara að 8. nóvember 2011 væri tileinkaður umræðu og verkefnum gegn einelti sbr. Þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti http://gegneinelti.is/  
Ýmis konar vinna fór fram í hverjum árgangi fyrir sig. Kennarar vöktu nemendur til umhugsunar um málefnið og ræddu um einelti, einkenni þess, afleiðingar og leiðir til lausna. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Námsráðgjafi fór í alla 5. bekki, ræddi við nemendur um einelti og birtingarmyndir þess og veltu nemendur fyrir sér muninum á stríðni og einelti. Nemendur eru kallaðir til ábyrgðar og samvinnu um að útrýma einelti úr skólanum.
Forvarnir gegn einelti eru taldar skila hvað bestum árangri í baráttunni við einelti. Samtakamáttur barnanna sjálfra, foreldra og skóla skiptir hér mestu máli. Við biðjum foreldra að leggja sitt af mörkum og minna börnin á að koma ávallt fram af virðingu og prúðmennsku. Ekkert réttlætir neikvæða framkomu og öll börn eiga rétt á að þeim líði vel í skólanum sínum.
Við hvetjum foreldra til að skoða bækling Heimilis og skóla um einelti: http://www.heimiliogskoli.is/media/files/1255963384/God_rad_til_foreldra.pdf

 Minnum einnig á eyðublaðið „Tilkynning – grunur um einelti“ sem foreldrar geta fyllt út með barni sínu telji þeir að verið sé að beita það ofbeldi af einhverju tagi í skólanum eða í skólatengdum þáttum. /lisalib/getfile.aspx?itemid=124567  

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband