Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn á Hönnunarsafnið

25.11.2011
Heimsókn á Hönnunarsafnið

Nemendur í 4. bekk í textíl og smíðahópur fengu sér göngutúr fimmtudagsmorguninn 24. nóvember í heimsókn á Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða þrjár sýningar sem þar eru. Árdís Olgeirsdóttir tók á móti hópnum, sýndi honum og kynnti listaverkin sem þar eru. Nemendur skoðuðu eftirtaldar sýningar:

Hvít jól
Jólasýning sem gefur að líta eitt stórt hátíðarborð fyrir þrettán gesti þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttan norrænan borðbúnað úr ýmsum áttum, diska, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun.

Hlutirnir okkar – safneign Hönnunarsafns Íslands
Frá stofnun Hönnunarsafns Íslands árið 1998 hafa safninu borist margir prýðilegir gripir sem varpa ágætu ljósi á íslenska og erlenda hönnun.

Pia Holm- Kynning
Pia Holm (f. 1971) ólst upp í sænskumælandi hluta héraðsins Ostrobothnia í norðvestur hluta Finnlands. Pia hefur að undanförnu unnið með nokkrum af fremstu fyrirtækjum Skandinavíu á sviði textíl- og innanhússhönnunar. Mynstrin sem eru til sýnis voru unnin fyrir Marimekko, hið víðfræga finnska textíl- og fatahönnunarfyrirtæki.

Þegar nemendur höfðu skoðað sýningarnar fengu þeir að föndra gamaldags kramarhús til þess að hengja á jólatréð heima hjá sér. Ferðin gekk vel, nemendurnir voru kurteisir og ánægðir.
Kennarar í ferðinni voru Ester Jónsdóttir textíl kennari og Sædís Arndal smíðakennari.

Skoða myndir úr ferðinni



Til baka
English
Hafðu samband