Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laufabrauðsgerð í Hofsstaðaskóla

29.11.2011
Laufabrauðsgerð í Hofsstaðaskóla

Laugardaginn 3. desember kl. 11-14 stendur foreldrafélagið fyrir hinum árlega laufabrauðsbakstri í skólanum. Sannkölluð jólastemning verður í salnum og jólalögin munu óma. Myndir með hugmyndum af mismunandi laufabrauðsskurði verða sýndar á skjávarpa í salnum.

Börn koma í fylgd með fullorðnum-Allir velkomnir, foreldrar, ömmur, afar, frændur, frænkur, vinir og vandamenn.

Kaffi, djús og piparkökur verða á boðstólum, en einnig verða til sölu dagatöl og jólakort.

Munum eftir að taka með:

  • Skurðabretti
  • Hnífa/Laufabrauðshjól
  • Ílát undir steiktu laufabrauðin

     og jólaskapið

Skoða auglýsingu

Til baka
English
Hafðu samband