Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samvinnuverkefni í smíði og textíl

28.03.2012
Samvinnuverkefni í smíði og textíl

Nemendur í 2. bekk unnu samvinnuverkefni í smíði og textíl. Verkefnið tengdist páskunum. Nemendur þæfðu páskaunga og egg úr íslenskri ull. Ungarnir voru síðan settir á spjöld sem að nemendurnir höfðu litað og skreytt sem móa.
Hefð er komin fyrir því að starfsfólk og nemendur skólans mæti í einhverju gulu eða með eitthvað gult síðasta kennsludaginn fyrir páska. Síðasti kennsludagur fyrir páska er föstudagurinn 30. mars. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 2. apríl.

Myndir af nemendum 2. bekkjar í páskavinnu

 

Til baka
English
Hafðu samband