Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Plöntuþema í 1. - 4. bekk

05.06.2012
Plöntuþema í 1. - 4. bekk

Á vordögum hafa nemendur í 1. – 4. bekk unnið fjölbreytt verkefni í tengslum við plöntur. Allir árgangar unnu verkefni í tengslum við Regnbogatrésverkefnið en þar voru ávaxtatré nemendum hugleikin. Einnig fóru nemendur í 1. bekk í plöntuskoðun í Hellisgerði og báru saman tré og blóm og teiknuðu myndir. Nemendur í 2. bekk gróðursettu smjörbaunir og fylgdust með vexti þeirra. Einnig voru ýmsar umræður um blóm og hvað þarf að hafa í huga til að þær vaxi og dafni. 3. bekkingar söfnuðu ýmsum fróðleik um plöntur í bækur og settu upp tilraunastöð úti á skólalóð þar sem ýmsar plöntur voru skoðaðar í víðsjá og með stækkunarglerjum. Nemendur í 4. bekk lærðu um tré, kynntu sér lífsferil þeirra og gróðursettu Yrkjuplöntur í samstarfi við garðyrkjudeild bæjarins.

Skoða myndir af útirannsóknarstofunni hjá 3. bekk

Til baka
English
Hafðu samband