Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

19.11.2012
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum þann 16. nóvember. Hjá yngri nemendum var dagskráin í höndum 3. bekkinga sem hófst á tónlistaratriði. Svo var sagt frá skáldkonunni Vilborgu Dagbjartsdóttur og lesnar sögur af Alla Nalla sem hún skrifaði. Einnig voru flutt tvö ljóð eftir Vilborgu og annað þeirra var sett upp í skuggaleikhús og tónverk flutt samhliða því. Þá var boðið upp á fleiri tónlistaratriði og vísan um íslenska stafrófið sungið undir stjórn Gunnhildar kennara. Dagskránni lauk með fallegum söng nemenda í 3. bekk á laginu „Á íslensku má alltaf finna svar“.
Hjá eldri nemendum sáu 5. bekkingar um dagskrá á sal. Lesin voru ljóð og fræðslutexti um eldfjöll og norðurljósin. Þá voru fluttir nokkrir stuttir leikþættir þar sem nemendur túlkuðu íslenska málshætti eða orðtök.

Skoða myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband