Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Styrkjum Barnaspítalann og stuðlum að endurnýtingu

23.01.2013
Styrkjum Barnaspítalann og stuðlum að endurnýtingu

Umhverfisnefnd Hofsstaðaskóla í samvinnu við foreldrafélag skólans gengst fyrir söfnun og endurnýtingu á gömlum raftækjum í samvinnu við fyrirtækið Græn framtíð. Í leiðinni söfnum við fyrir Barnaspítala Hringsins en skólinn fær borgað fyrir raftækin sem safnast og Græn framtíð sér um að endurnýta þau.
Hægt er að koma með tækin í skólann á tímabilinu 22. janúar – 8. febrúar. Tekið er við farsímum, fartölvum, MP3 spilurum, leikjavélum, netlyklum, stafrænum myndavélum og stafrænum upptökuvélum.
Leggðu umhverfinu lið og gefðu þínu raftæki framhaldslíf. Það er synd að þurfa að henda þegar hægt er að endurnýta!

Hér er hægt að nálgast bréf sem foreldra fengu sent

Til baka
English
Hafðu samband