Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagblaðaverkefni í 3. bekk

18.03.2013
Dagblaðaverkefni í 3. bekk

Vikuna 3.-8. mars unnu krakkarnir í 3.bekk að verkefni sem heitir ,,Dagblöð í skólum“ (DÍS). Það er í tengslum við samstarfsverkefni dagblaðaútgefenda á Íslandi og fræðsluyfirvalda. DÍS vinnur að útgáfu og fræðslumálum þar sem dagblöð eru notuð sem námsefni fyrir nemendur.
Nemendurnir fengu send dagblöð ásamt hefti sem heitir Dagblaðabókin mín. Heftið var notað til þess að vinna með bókstafi, orð, tölur og fleira. Einnig fylgdust krakkarnir með veðurspám og lærðu að þekkja veðurtáknin og lesa úr þeim. Á göngunum fyrir framan stofur 3. bekkja eru plaköt sem krakkarnir hafa sett upp. Þar eru fyndnar fréttir, vísindafréttir, íþróttafréttir, góðar fréttir, slæmar fréttir, fréttir um dýr og flottar fyrirsagnir.
Við fengum kennara frá 6 þjóðlöndum í heimsókn þegar við vorum að vinna dagblaðaverkefnið og fannst þeim dagblaðaverkefnið mjög áhugavert. Þau voru staðráðin í að prófa eitthvað svipað í skólunum sínum.

Skoðið fleiri myndir frá verkefninu á myndasíðu 3. ÁS

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband