Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. ÁS vinnur með smádýrin

06.06.2013
3. ÁS vinnur með smádýrinNemendur í yngri deildum skólans hafa nú á síðustu dögum skólaársins unnið ýmis verkefni í tengslum við smádýr. Nokkrir nemendur í 3. Á.S. fundu ánamaðka og hunangsflugu á skólalóðinni. Mikil væta var þessa daga og veltu þeir því fyrir sér af hverju ormarnir skriðu upp á gangstéttir og malbik þegar mikið rigndi? Þessi spurning ásamt fjöldamörgum öðrum kom upp í huga nemenda: Af hverju er ,,belti“ á ormum? Hvernig er innan í ormum? Eru þeir með munn? Hvað borða þeir? Hvar eru hunangsflugurnar á veturnar? Af hverju eru þær með drottningu?
Kennarinn greip tækifærið og fékk börnin til að segja frá því sem þau vissu. Fékk þau til þess að spyrja og leita svara.
Farið var á Vísindavefinn og skoðaðar myndir af ánamöðkum og hunangsflugum, frásagnir á vefmiðlum skoðaðar og kíkt í bækur og blöð. Krakkarnir fengu líka tækifæri til að skoða dýrin í víðsjá og svo var unnin lítil vinnubók.
Á myndasíðu bekkjarins eru nokkrar myndir af vinnu nemenda.
Til baka
English
Hafðu samband